Þessi síða hefur takmarkaðan stuðning fyrir vafrann þinn. Við mælum með að skipta yfir í Edge, Chrome, Safari eða Firefox.

📦Frí sending með Dropp yfir 5.000 kr.📦

ÍSLENSKA KVENNALANDSLIÐIÐ Í TENNIS

ÍSLENSKA KVENNALANDSLIÐIÐ Í TENNIS

Virkilega strembin keppnisvika á heimsmeistaramótinu í liðakeppni loksins að ljúka. Unbroken takk fyrir!!!? Recovery tíminn helmingaður, meðslatíðnin aldrei verið lægri, og allir í toppformi á leiðinni heim ?.”

Íslenska liðið tapaði í dag 3-0 í umspili gegn Azerbadjan á lokadeginum á heimsmeistaramótinu í liðakeppni. Íslenska liðið endaði því í 16. sæti á mótinu af 21 þátttakendum sem er fínn árangur miðað við styrkleika keppninnar.

Anna Soffía Grönholm spilaði nr. 2 fyrir Ísland gegn Alinu Gavrish í fyrsta leik dagsins. Flottur leikur hjá Önnu en hún þurfti þó að lúta í lægra haldi 6-4, 6-3 gegn sterkum andstæðing sem var óhræddur við að taka áhættur. Hörkuleikur sem hefði auðveldlega getað farið í hina áttina með smá heppni.

Sofia Sóley Jónasdóttir spilaði nr. 1 fyrir Ísland gegn Umayru Hashimovu frá Azerbadjan í seinni leik dagsins. Sofia tapaði því miður leiknum 7-5, 7-6(5) í svakalega sveiflukenndum leik þar sem hún leiddi 5-3 í fyrra settinu og 4-1 í 2. settinu en missti forystuna frá sér. Tvífeilarnir voru aðeins of margir og þá sérstaklega á mikilvægu stigunum. Sofia spilaði þó glimrandi tennis í leiknum og á hrós skilið.

Í tvíliðaleiknum spiluðu Anna Soffía Grönholm og Sandra Dís Kristjánsdóttir saman fyrir hönd Íslands gegn Umayru Hashimovu og Alinu Guseynovu. Ágætis leikur hjá íslensku stelpunum en þær þurftu þó að lúta í lægra haldi 6-4, 6-1. Þær áttu nokkra sénsa í fyrra settinu en náðu því miður ekki að nýta sér þá. Hashimova átti einnig annan hörkuleik og skapaði hún íslenska liðinu mörg vandamál í þessum leik. Sandra og Anna voru þó einnig að spila sinn fyrsta tvíliðaleik saman fyrir Ísland og eiga hrós skilið fyrir flotta takta og góða samvinnu.

Þar með lauk þátttöku Íslands á Billie Jean King Cup, heimsmeistarmótinu í liðakeppni árið 2021.

Innilega til hamingju!

← Eldri póstar Nýjir póstar →