Þessi síða hefur takmarkaðan stuðning fyrir vafrann þinn. Við mælum með að skipta yfir í Edge, Chrome, Safari eða Firefox.

📦FRÍ SENDING MEÐ DROPP ÞEGAR VERSLAÐ ER FYRIR 5.000 EÐA MEIRA 📦

PERSÓNUVERNDARSTEFNA

Um þetta skjal / Inngangur

Hér að neðan getur þú lesið persónuverndarstefnu Unbroken ehf.  

Unbroken virðir friðhelgi einkalífs þíns og er fyrirtækið skuldbundið til þess að standa vörð um persónuupplýsingar þínar. Persónuverndarstefna þessi mun upplýsa þig um það hvernig við förum með persónuupplýsingar þínar þegar þú heimsækir vefsíðu Unbroken, óháð því hvaðan þú heimsækir hana. Þessi stefna mun upplýsa þig um persónuverndarrétt þinn, í hvaða tilgangi við vinnum persónuupplýsingar þínar og lagalegar heimildir okkar til þess, geymslutíma gagna þinna auk ýmissa annarra atriða um vinnslu á persónuupplýsingum þínum. 

Persónuverndarstefna Unbroken skiptist í tíu kafla, svo þú getir auðveldlega fundið þau ákvæði og upplýsingar sem þú leitar að. Þú getur einnig stuðst við orðskýringarlistann til þess að skilja betur merkingu hugtaka sem notuð eru í þessari persónuverndarstefnu. 

  1. MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR UM STEFNUNA OG FYRIRTÆKIÐ
  2. GAGNASÖFNUN 
  3. HERNIG ER GAGNASÖFNUN OKKAR HÁTTAÐ?
  4. NOTKUN OG VINNSLA PERSÓNULEGRA GAGNA ÞINNA
  5. UPPLÝSINGAR UM PERSÓNULEG GÖGN ÞÍN
  6. ALÞJÓÐLEGUR GAGNAFLUTNINGUR
  7. GAGNAÖRYGGI
  8. VARÐVEISLA GAGNA ÞINNA
  9. LAGALEG RÉTTINDI ÞÍN
  10. ORÐSKÝRINGAR

 

  1. MIKILÆVGAR UPPLÝSINGAR UM STEFNUNA OG FYRIRTÆKIÐ

TILGANGUR ÞESSARAR PERSÓNUVERNDARSTEFNU

Þessi persónuverndarstefna miðar að því að veita þér upplýsingar um hvernig Unbroken safnar og vinnur úr persónuupplýsingum þínum í heimsóknum þínum á þessa vefsíðu, þar með talið gögn sem þú gætir hafa veitt í gegnum pöntunarferli vefverslunnar okkar.

Þessi vefsíða er ekki ætluð börnum og við söfnum ekki vísvitandi persónuupplýsingum barna eða öðrum gögnum sem tengjast einstaklingum undir 18 ára aldri.

Í ákveðnum tilfellum gætum við lagt fram annarskonar persónuverndarstefnur eða lagt til aðrar vinnsluaðferðir við úrvinnslu persónugagna þinna. Í þeim tilfellum verður þú upplýst um ástæður þess og heimild okkar til þess. Þá er mikilvægt að lesa þessa almennu persónuverndarstefnu samhliða öðrum gögnum sem við höfum lagt til. Þessi persónuverndarstefna er þá viðbót við aðrar sérstakar tilkynningar, persónuverndarstefnur eða skjöl og er ógildir ekki önnur gögn. Þetta er gert svo þú sért fullkomlega meðvitað um hvernig og hvers vegna við erum að nota og vinna með gögnin þín.

STJÓRNUN GAGNA

Unbroken ehf., kennitala 490419-1790 og skráð skrifstofa að Fornbúðum 5, 220 Hafnarfirði, Íslandi, sér um stjórnun þessara ganga og er ábyrgðaraðili þessara gagna (hér eftir nefnt „Unbroken”, „við”, „okkar” eða „fyrirtækið” í þessari persónuverndarsefnu).

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þessa persónuverndarstefnu, þar með talið allar beiðnir um að nýta þín lagalegu réttindi, vinsamlegast hafðu samband við okkur með því að styðjast við tengiliðaupplýsingar sem settar eru fram hér að neðan. 

TENGILIÐAUPPLÝSINGAR

Skyldu einhverjar spurningar vakna varðandi þessa persónuverndarstefnu eða hvernig við vinnum úr persónulegum gögnum viðskiptavina okkar, vinsamlegast hafðu samband við okkur með eftirfarandi leiðum:

  • Fullt nafn lögaðila: Unbroken ehf. 
  • Kennitala: 490419-1790
  • Netfang: hallo@unbrokenrtr.com
  • Póstfang: Fornbúðir 5, 220 Hafnarfjörður, Ísland

Þú hefur rétt til þess að senda athugasemdir um þessa persónuverndarstefnu til Persónuverndar Íslands (www.personuvernd.is) en við tökum ávallt á móti athugasemdum frá notendum okkar. Við tökumst á við allar athugasemdir eins fljótt og auðið er og kynnum að meta tækifærið að fá að létta á áhyggjum þínum áður en haft er samband við Persónuvernd Íslands. 

BREYTINGAR Á PERSÓNUVERNDARSTEFNU OG SKYLDA ÞÍN AÐ UPPLÝSA OKKUR UM SLÍKAR BREYTINGAR

Persónuverndarstefna þessi er í reglulegri endurskoðun og er uppfærð eftir þörfum og athugasemdum.

Það er okkur mikilvægt að persónuupplýsingarnar sem við höfum undir höndum séu réttar og uppfærðar reglulega. Vinsamlegast hafðu samband við okkur ef persónuleg gögn þín breytast á samningstíma okkar.

TENGLAR ÞRIÐJU AÐILA

Þessi vefsíða gæti innihaldið tengla á utanaðliggjandi vefsíður þriðja aðila, viðbætur (e. plug-ins) og smáforrit. Með því að smella á tengla, gæti það gert þriðju aðilum kleift að safna eða deila persónulegum gögnum þínum. Við stjórnum ekki þessum vefsíðum þriðja aðila og erum ekki ábyrg fyrir persónuverndarstefnum þeirra. Þegar þú hefur yfirgefið vefsíðuna okkar hvetjum við þig til þess að lesa persónuverndarstefnu allra þeirra vefsvæða sem þú heimsækir. 

 

2. GAGNASÖFNUN

Persónuupplýsingar eða persónuleg gögn á við um allar þær upplýsingar um þig sem einstakling sem hægt er að nota til þess að bera kennsl á þig. Það felur ekki í sér gögn þar sem auðkenni hefur verið fjarlægt (nafnlaus gögn). 

Við gætum safnað, notað, geymt og flutt mismunandi tegundir persónuupplýsinga um þig sem við höfum flokkað saman í eftifarandi flokka:

  • Auðkennisgögn sem innihalda fornafn, eftirnafn og fæðingardag.
  • Tengiliðagögn sem innihalda heimilisfang innheimtu, heimilisfang sendingar, tölvupóstfang og símanúmer.
  • Fjárhagsgögn sem innihalda upplýsingar um greiðslukort. 
  • Færslugögn sem innihalda upplýsingar um greiðslur til þín og frá þér sem og aðrar uppýsingar um vörur eða þjónustu sem þú hefur keypt af okkur. 
  • Tæknigögn sem innihalda netsamskiptareglur (IP) tölur, innskráningargögn þín, tegund og útgáfu vafra sem þú notar, stillingar á tímabelti og staðsetningu, allar gerðir og útgáfur vafraviðbóta, stýrikerfi og stýrivettvang og aðrar tæknilegar upplýsingar á þeim tækjum sem þú notar til aðgangs á þessari vefsíðu. 
  • Nokunargögn sem innihalda upplýsingar um það hvernig þú nýtir þér vefsíðu okkar, vöru okkar og þjónustu.
  • Markaðs- og samskiptagögn sem innihalda upplýsingar um það hvernig þú kýst að taka á móti markaðssetningu og kynnisefni frá okkur sem og upplýsingar um samskiptaleiðir. 
  • Við söfnum einnig, notum og deilum samanteknum gögnum (e. Aggregated data), sem eru tölfræðileg eða lýðfræðileg eðlis. Samantekin gögn eru þau gögn sem við gætum fengið úr þínum persónulegu gögnum án þess að þau séu talin persónugögn skv. lögum, þar sem þessi gögn munu hvorki beint né óbeint vera rekjanleg til auðkennis þíns. Sem dæmi gætum við safnað gögnum um notkun þína á vefsíðunni, til þess að reikna hversu hátt hlutfall notenda skoða ákveðna hluta vefsíðu okkar. Séu þessi gögn hinsvegar sameinuð eða tengt við persónugögn þín, á þann hátt að þau gætu beint eða óbeint verið rekjanleg til auðkennis þíns, teljast samanteknu gögnin þá persónugögn og er farið með þau gögn í samræmi við þessa persónuverndarstefnu.

Við söfnum engum sérstæðum persónugögnum (e.Special Categories of Personal Data) upplýsingum um þig (þ.á.m. upplýsingum um kynþátt þinn, þjóðerni, trúar- eða heimspekileg viðhorf, kyn, kynhneigð, stjórnmálaskoðanir, stéttafélagsaðild, heilsufarslegar upplýsingar eða aðrar erfðafræðilegar eða líffræðilegar upplýsingar). Við söfnum engum upplýsingumum refsidóma eða sakaskrá notenda okkar. 

EF ÞÚ GEFUR EKKI UPP PERSÓNULEG GÖGN

Undir þeim kringumstæðum þar sem kröfur eru settar til okkar til þess að safna persónuupplýsingum samkvæmt lögum eða samkvæmt skilmálum samningsins á milli þín, notanda, og okkar, fyrirtækisins, ber þér skylda að gefa upp rétt og uppfærð persónuleg gögn. Ef þessi gögn eru ekki gefin upp þegar þess er óskað, gæti komið til þess að við getum ekki staðið við samninginn okkar á milli (t.d. með því að uppfylla pantanir þínar eða veita þér rétta þjónustu). Í þeim tilvikum gætum við þurft að hætta við vöru eða þjónustu sem þú ert með hjá okkur en við munum láta þig vita ef svo er á þeim tíma sem það kemur upp. 

 

3. HVERNIG ER GAGNASÖFNUN OKKAR HÁTTAÐ?

Við notum ýmsar aðferðir til þess að safna gögnum um þig á meðal annars:

Bein samskipti: Þú getur gefið upp auðkenni þitt, tengiliðaupplýsigar og greiðsluupplýsingar með því að fylla út þau eyðublöð sem hér birtast á síðunni eða með því að hafa samskipti við okkur í gegnum tölvupóst, síma eða á annan hátt. Þetta felur í sér persónuupplýsingar sem þú gefur upp þegar þú:
a) pantar hjá okkur vörur eða þjónustu;
b) óskar eftir að fá sent til þín auglýsingar eða markaðsefni;
c) sendir okkur athugasemdir eða hefur samband við okkur. 

Sjálfvirk tækni eða samskipti: Þegar þú hefur samskipti við vefsíðu okkar munu sjálfkrafa safnast upp tæknigögn um tækin þín, hegðun þín á vafranum og notkunnarmynstur. Við söfnum þessum persónuupplýsingum með því að nota vafrakökur og aðra svipaða tækni. Við gætum einnig safnað tæknilegum gögnum um þig ef þú heimsækir aðrar vefsíður sem nota vafrakökur frá okkur. Vinsamlegast skoðaðu upplýsingar um notkun vafrakaka hér fyrir frekar upplýsingar.

Þriðju aðilar eða aðrar opinberar heimildir: Við söfnum tæknilegum gögnum frá greiningaraðilum sem eru með aðsetur utan ESB, eins og Google Inc. 

 

4. NOTKUN OG VINNSLA PERSÓNULEGRA GAGNA ÞINNA

Við munum aðeins notast við persónuupplýsingar þínar innan þeirra lagalegu heimilda sem við eigum rétt á skv. íslenskum lögum. Algengast er að persónuupplýsingar þínar séu notaðar við eftirfarandi aðstæður:

  • Til þess að við getum uppfyllt samningsákvæði okkar á milli.
  • Þegar vinnsla þeirra er nauðsynleg vegna lögmætra hagsmuna okkar (eða þriðja aðila), í þeim tilfellum þar sem þínir hagsmunir eða grundvallaréttindi hamla það ekki.
  • Til þess að við getum uppfyllt lagalega skyldu okkar. 

Til þess að fá frekar upplýsingar um það á hvers konar lögmætum grundvelli okkur er heimilt að vinna með persónuupplýsingar þínar, vísum við í orðskýringarlista hér að neðan.

Þegar við sendum bein markaðssamskipti á þriðja aðila til þín í tölvupósti, reiðum við okkur ekki á samþykki þitt sem lagalegan grundvöll fyrir vinnslu persónuupplýsinga þinna, þó svo samþykki þitt hafi verið veitt áður. Þú hefur ávallt rétt til þess að afturkalla samþykki þitt fyrir slíkum tölvupóstsendingum og skrá þig af frekari kynningar- og póstlistum með því að hafa beint samband við okkur.

Í HVAÐA TILGANGI MUNUM VIÐ NOTA PERSÓNUUPPLÝSINGAR ÞÍNAR

Í töflunni hér að neðan má sjá ýtarlegri lýsingar á því hvernig við notumst við persónuupplýsingar þínar og hvaða lagalegi grundvöllur veitir okkur heimild fyrir því. Í töflunni er einnig tekið fram hverjir raunverulegir hagsmunir okkar eru af því að afla persónugagna um notendur okkar, þar sem það á við. 

Við gætum notað eða unnið með persónuupplýsingar þínar á fleiri en einum lagalegum grundvelli sem ákvarðast allt eftir því í hvaða tilgangi við kjósum að nota gögnin þín. Vinsamlegast hafðu samband við okkur til þess að óska eftir upplýsingum um þær tilteknu lagaheimildir sem við notumst við til þess að vinna persónuupplýsingar þínar, sem listaðar eru hér í töflunni:

 

Tiltekin notkun / tilgangur gagna

Tegund gagna

Lögheimild vinnslu á gögnum þínum, þ.m.t. lögmætir hagsmunir / áhugi

Skráning þín sem viðskiptavinur okkar 

(a) Auðkenni

(b) Tengiliðaupplýsingar

Uppfylling skilyrða samnings á milli þín og okkar

Til úrvinnslu og afhendingar pöntunnar þinnar, þ.ám.:

  1. stjórnun á greiðslum, gjöldum og bótum
  2. endurgreiðsla gjalda sem skulduð eru okkur

(a) Auðkenni

(b) Tengiliðaupplýsingar

(c) Fjárhagsupplýsingar

(d) Greiðslupplýsingar

(e) Samskiptaleiðir & markaðssetning

(a) Uppfylling skilyrða samnings á milli þín og okkar

(b) Nauðsynlegt fyrir lögmæta hagsmuni okkar (m.a. til að endurheimta skuldir okkar)

Til þess að viðhalda viðskiptasamandi okkar, þ.á.m.:

  1. Senda þér tilkynningar um beytingar á skilmálum okkar eða persónuverndarstefnu
  2. Beiðnir um þátttöku í þjónustukönnun eða endurgjöf

(a) Auðkenni

(b) Tengiliðaupplýsingar

(c) Samskiptaleiðir & markaðssetning

(a) Uppfylling skilyrða samnings á milli þín og okkar

(b) Nauðsynlegt til að uppfylla lagaskyldur okkar

(c) Nauðsynlegt fyrir lögmæta hagsumni okkar (t.d. til að halda skrám uppfærðum og til að kanna hvernig viðskiptavinir okkar nota vörur okkar/þjónustu)

Til þess að gera þér kleift að taka þátt í vinningsleikjum, úrdrætti eða svara þjónustukönnun

(a) Auðkenni

(b) Tengiliðaupplýsingar

(c) Notkun

(d) Samskiptaleiðir & markaðssetning

(a) Uppfylling skilyrða samnings á milli þín og okkar

(b) Nauðsynlegt fyrir lögmæta hagsumni okkar (t.d. til að halda skrám uppfærðum og til að kanna hvernig viðskiptavinir okkar nota vörur okkar/þjónustu)

Til þess að stjórna og vernda fyrirtæki okkar og vefsíðu (þ.m.t. bilanaleit, gagnagreining, prófun, kerfisviðhald, þjónustusvörun, skýrslugerð og hýsingu gagna)

(a) Auðkenni

(b) Tengiliðaupplýsingar

(c) Tæknilegs eðlis

(a) Nauðsnylegt fyrir lögmæta hagsmuni okkar (til að anna rekstri fyrirtækisins, framkvæmdavaldi þess og upplýsingatækniþjónustu, netöryggi, til þess að koma í veg fyrir svik og í tenglsum við endurskipulagningu viðskiptahátta okkar eða hóps viðskiptavina)

(b) Nauðsynlegt til þess að uppfylla lagalegar skyldur okkar

Til þess að skila viðeigandi vefsíðuefni og auglýsingum til þín sem notenda og mæla og greina skilvirkni þeirra auglýsinga sem við birtum þér sérstaklega

(a) Auðkenni

(b) Tengiliðaupplýsingar

(c) Notkun

(d) Samskiptaleiðir & markaðssetning

(e) Tæknilegs eðlis

Nauðsynlegt fyrir lögmæta hagsmuni okkar (til þess að kanna hvernig viðskiptavinir nota vörur okkar/þjónustu, til vöru- og þjónustuþróunnar, til þess að auka viðskipti til okkar og móta markaðsáætlanir okkar og stefnumótun)

Til gagnagreiningar bæði til bætinga á vefsíðu okkar, vörum/þjónustu, markaðssetningu, viðskiptatengsla og upplifunnar viðskiptavina okkar

(a) Tæknilegs eðlis

(b) Notkun

Nauðsynlegt fyrir lögmæta hagsmuni okkar (til að skilgreina tegundir viðskiptavina útfrá ákveðinni vöru eða þjónustu, til þess að uppfæra vefsíðu okkar á viðeigandi hátt, til þess að þróa viðskiptatengls okkar og móta markaðsáætlanir okkar)

Til þess að koma með tillögur og ráðleggingar til þín um vörur eða þjónustu sem þú gætir haft áhuga á 

(a) Auðkenni

(b) Tengiliðaupplýsingar

(c) Tæknilegs eðlis

(d) Notkun

(e) Samskiptaleiðir & markaðssetning

Nauðsynlegt fyrir lögmæta hagsmuni okkar (til áframhaldandi vöruþróunnar, þróunnar á þjónustu okkar og til þess að auka viðskipti til okkar)

 

KYNNINGARTILBOÐ FRÁ OKKUR

SKRÁNING AF PÓSTLISTA

Þú getur skráð þig af póstlistanum hvenær sem er með því að smella á viðeigandi tengla í þeim markaðs- og kynningartengdu tölvupóstum sem þér berast eða með því að hafa beint samband við okkur í gegnum tölvupóst. 

VAFRAKÖKUR

Þú getur hagað stillingum á vafranum þínum þannig að vafrinn hafni sjálfkrafa öllum eða sumum vafrakökum og lætur vafrinn þig þá vita þegar vefsíður óska sérstaklega eftir aðgangi að vafrakökum þínum. Ef þú gerir vafrakökur óvirkar eða neitar að samþykkja notkun þeirra, ber að hafa í hufa að sumir hlutar þessarar vefsíðu geta orðið þér óaðgengilegir eða hætt að virka rétt. Fyrir frekari upplýsingar um notkun vafrakaka, bendum við á skilmála okkar um vafrakökur á síðunni. 

BREYTINGAR Á SKILMÁLUM

Við munum aðeins notast við persónuupplýsingar þínar í upprunalegum tilgangi þegar þeim var safnað, nema þegar við teljum með sanngjörnum hætti að við þurfum að nota þær af annarri ástæðu og svo framarlega sem sú ástæða sé í samræmi við upphaflegan tilgang. Óskir þú eftir skýringum á því hvernig breytingum er háttað og hvernig vinnsla persónuupplýsinga þinna fer fram samkvæmt upphaflegum tilgangi, vinsamlegast hafðu samband við okkur. 

Ef við þurfum að nota persónuupplýsingar þínar í óskyldum tilgangi, munum við láta þig vita og útskýra þann lagalega grundvöll sem heimilar okkur þá notkun. 

Vinsamlegast athugaðu að við gætum notað persónuupplýsingar þínar án þinnar vitundar eða samþykkis, í samræmi við þessa skilmála, þar sem slíks er krafist eða er heimilt samkvæmt lögum. 

 

5. BIRTING PERSÓNUUPPLÝSINGA ÞINNA

Við gætum deilt persónuupplýsingum þínum með þeim þriðju aðilum sem listaðir eru hér að neðan, í þeim tilgangi sem líst er í töflunni (Tiltekin notkun gagna) hér að ofan. Utanaðkomandi þriðju aðilar eru skilgreindir í orðskýringum hér að neðan. Þriðju aðilar eru m.a.:

- Þeir þriðju aðilar sem við gætum valið til þess að selja, flytja eða sameina hluta af viðskiptum okkar eða eignum til. Að öðrum kosti, gætum við eignast önnur fyrirtæki, hlut í öðrum fyrirtækjum eða sameinast öðru fyrirtæki. Ef breyting verður á viðskiptaháttum okkar með þessum hætti, þá geta nýjir eigendur notað persónuupplýsingar þínar á sama hátt og kemur fram í þessari persónuverndarstefnu. 

  • Við krefjumst þess að allir þriðju aðilar virði öryggi og meðferð persónuupplýsinga þinna og sú meðferð sé ávallt í samræmi við lög. Við veitum öðrum þjónustuaðilum þriðja aðila ekki leyfi til þess að nota persónuupplýsingar þínar í eigin tilgangi og leyfum þeim aðeins að vinna upplýsingar þínar í tilteknum tilgangi og samræmi við fyrirfram leiðbeiningar frá okkur. 

 

7. GAGNAÖRYGGI 

Við höfum komið á fót viðeigandi öryggisráðstöfunum til þess að koma í veg fyrir að persónuupplýsingar þínar glatist fyrir slysni, séu notaðar á rangan hátt eða á þeim sé veittur óheimilaður aðgangur, þeim breytt eða þær birtar á óheimilan hátt. Að auki takmörkum við aðgang að persónuupplýsingum þínum við þá starfsmenn, umboðsmenn, verktaka og þriðju aðila sem hafa annars not fyrir persónuupplýsingar þínar í gegnum okkur. Þessir aðilar munu aðeins vinna með persónuupplýsingar þínar samkvæmt fyrirmælum okkar og eru háðir þagnarskyldu. 

Við höfum sett á fót ákveðnar verklagsreglur til þess að takast á við grun um brot á persónuverndarstefnu þessari og munum láta þig og viðeigandi eftirlitsaðila vita um þau brot, komi til þeirra, þar sem okkur ber lagaleg skylda til þess. 

 

8. VARÐVEISLA GAGNA ÞINNA

Hversu lengi munum við nota og geyma persónuupplýsingar þínar? Við munum aðeins varðveita persónuupplýsingar þínar eins lengi og nauðsynlegt er til þess að vinna úr þeim í þeim tilgangi sem þeim var safnað fyrir, þar á meðal í þeim tilgangi að uppfylla laga-, reglugerðar-, skatta-, bókhalds- eða skýrsluskil. Við gætum varðveitt persónuupplýsingar þínar til lengri tíma ef kvörtun berst eða ef við teljum á sanngjarnan hátt að það sé möguleiki á frekari málferlum okkar á milli.

Til þess á ákvarða viðeigandi varðveislutíma persónuupplýsinga, tökum við tillit til magns, eðlis og viðkvæmni persónuupplýsinga, hugsanlegrar hættu á skaða vegna óleyfilegrar notkunnar eða birtingar á persónuupplýsingum þínum, í hvaða tilgangi við vinnum persónuupplýsingar þínar og hvort við getum náð þeim tilgangi með öðrum hætti sem og viðeigandi lagalegum-, reglugerðar-, skatta- og bókhalds-, eða öðrum kröfum. 

Samkvæmt lögum ber okkur skylda að varðveita grunnupplýsingar um viðskiptavini okkar (þar á meðal tengiliði, auðkenni, fjárhags og viðskiptagögn) í allt að sjö ár eftir að viðskiptasambandi á milli okkar lýkur. 

Í ákveðnum tilfellum geturðu beðið okkur um að eyða gögnunum þínum. Óskir þú eftir eyðingu eða úskýringum eða frekari upplýsinga varðandi vinnslu, varðveitingu eða noktun persónulegra gagna þinna, getur þú kynnt þér lagaleg réttindi þín eins og þau eru listuð hér að neðan. 

Í ákveðnum tilefllum munum við notast við persónuupplýsingar þínar á nafnlausan hátt, svo ekki sé lengur hægt að rekja þær til þín. Í þessum tilfellum gæti verið notast við persónuupplýsingar þínar í rannsóknar- eða tölfræðilegum tilgangi og í þeim tilfellum gætum við notað þessar upplýsingar um óákveðinn tíma án frekari tilkynninga til þín. 

 

9. LAGALEG RÉTTINDI ÞÍN

Sem notandi hefur þú ákveðin réttindi samkvæmt gagnaverndarlögum hvað varðar persónuupplýsingar þínar. Vinsamlegast smelltu á hlekkina hér að neðan til þess að nálgast frekari upplýsingar um þessi réttindi. 

  • Beiðni um aðgang að persónulegum gögnum þínum
  • Beiðni um leiðréttingu á persónuupplýsingum þínum
  • Beiðni um eyðingu á persónugögnum þínum
  • Andmæla vinnslu persónuupplýsinga þinna
  • Óska eftir takmörkun á vinnslu persónuupplýsinga þinna
  • Beiðni um flutning á persónulegum gögnum þínum
  • Réttur þinn til þess að afturkalla samþykki þitt á söfnun og vinnslu persónulegra gagna þinna

Ef þú óskar eftir því að nýta þau réttindi sem listuð eru hér að ofan, vinsmlegast hafðu samband við okkur á hallo@unbrokenrtr.com. 

GJALDFRJÁLST AÐGENGI

Ekki er gerð krafa til þín að greiða fyrir aðgang að persónulegum gögnum þínum (eða til þess að nýta þér önnur réttindi þín). Hins vegar gætum við rukkað þig sanngjarnt gjald ef beiðni þín er augljóslega tilefnislaus, síendurtekin eða óhófleg að einhverju leyti. Að öðrum kosti, gætum við neitað að verða við beiðni þinni af sömu ástæðum. 

FREKARI UPPLÝSINGAR FRÁ ÞÉR

Við gætum þurft að biðja um sérstakar upplýsingar frá þér til þess að staðfesta auðkenni þitt og tryggja rétt þinn til að fá aðgang að persónuupplýsingum þínum (eða til þess að nýta önnur réttindi þín). Þetta er ákveðin öryggisráðstöfun til þess að tryggja að persónuupplýsingar séu ekki birtar einstaklingum sem eiga engan lagalegan rétt að aðgangi að þeim. Við gætum líka haft samband við þig til þess að biðja um frekari upplýsingar í tenglsum við beiðnir þínar til þess að flýta fyrir svörum okkar. 

TÍMATAKMÖRK Á SVÖRUN

Við reynum af fremsta megni að svara öllum lögmætum beiðnum innan eins mánaðar. Í einhverjum tilfellum gæti það tekið okkur lengri tíma en mánuð, ef beiðni þín er sérstaklega flókin eða þú hefur lagt til fleiri en eina beiðni á stuttum tíma. Í þessum tilfellum munum við láta þig vita og halda þér upplýstu varðandi ferlið.

 

10. ORÐSKÝRINGARLISTI

Lögmætir hagsmunir (e. lawful basis)

Lögmætir hagsmunir á við um hagsmuni fyrirtækis okkar í að stunda og stjórna viðskiptum okkar innan ákveðins lagalegs ramma, sem gera okkur kleift að veita þér og viðskiptavinum okkar sem bestu þjónustu, vörur og bestu og öruggustu upplifunina. Við tryggjum það að við íhugum og tökum saman möguleg áhrif á þig (bæði jákvæð og neikvæð) og réttindi þín áður en við vinnum með persónuupplýsingar þínar í þágu lögmætra hagsmuna okkar. Við notum ekki persónuupplýsingar þínar í öðrum tilgangi en þeim sem hefur verið útlistað í skilmálum þessum og aldrei í tilgangi sem samræmist ekki lagalegri heimild okkar. Þú getur fengið frekar upplýsingar um það hvernig við metum lögmæta hagsmuni okkar gegn hugsanlegum áhrifum á þig, að því er varðar tiltekna starfsemi okkar eða þriðju aðila, með því að hafa samband við okkur.

Að uppyflla skilyrði samnings okkar þýðir að við verðum í ákveðnum tilfellum að vinna úr gögnum þínum til þess að okkur sé kleift að efna skilyrði samnings okkar, t.d. hvað varðar pantanir, afhendingu og greiðslu.

Að uppfylla lagalega skyldu okkar á við að við verðum í ákveðnum tilfellum að vinna með persónuupplýsingar þínar á þann hátt sem lagalegar kröfur eru gerðar til okkar sem fyrirtækis.

Ytri þriðju aðilar (e. external third parties)

- Þjónustuveitendur sem starfa sem vinnsluaðilar gagna og hafa aðsetur innan EES, sem veita upplýsingatækni, kerfisstjórnun eða greiðsluþjónustu.

  • Fagráðgjafar sem starfa sem vinnsluaðilar, þar á meðal lögfræðingar, bankastarfsfólk, endurskoðendur og vátryggjendur með aðsetur innan EES, sem veita ráðgjöf, bankastarfsemi, lögfræðiaðstoð, trygginga- og/eða bókhaldsþjónustu.
  • - Skatta og tollþjónusta, eftirlitsaðilar og önnur yfirvöld sem starfa sem vinnsluaðilar með aðsetur á Íslandi og þurfa að tilkynna um vinnslustarfsemi undir ákveðnum kringumstæðum.

10. LAGALEG RÉTTINDI ÞÍN

Þú hefur lagalega heimild til þess að:

  • biðja um aðgang að persónulegum gögnum þínum. Þetta gerir þér kleift að fá afrit af persónuupplýsingum sem við söfnum um þig í hvaða tilgangi sem er.
  • óska eftir leiðréttingu á persónuupplýsingum sem við höfum um þig. Þetta gerir þér kleift að láta leiðrétta öll ófullnægjandi eða ónákvæm gögn sem við höfum um þig, þó við gætum þurft að sannreyna nákvæmni nýju gagnanna sem þú gefur okkur. 
  • biðja um eyðingu persónuupplýsinga þinna. Þetta gerir þér kleift að biðja okkur um að eyða eða fjarlægja persónuupplýsingar þínar þar sem engin góð ástæða er fyrir því að við höldum áfram að vinna úr þeim. Þú hefur einnig rétt til að biðja okkur um að eyða eða fjarlægja persónuupplýsingar þínar þegar þú hefur nýtt rétt þinn til að andmæla vinnslu þeirra (sjá hér að neðan), þar sem við kunnum að hafa unnið úr upplýsingum þínum á ólöglegan hátt eða ef við þurfum að eyða persónulegum upplýsingum þínum eftir staðbundnum lögum. Athugaðu þó að við getum ekki alltaf orðið að beiðni þinni um eyðingu gagna, í sérstökum tilfellum þar sem lagalegur grundvöllur er fyrir því. Slíkt verður þér tilkynnt ef við á þegar til þess kemur. 
  • mótmæla vinnslu persónuupplýsinga þinna til þriðja aðila eða innan lögmætra hagsmuna okkar, séu einhverjar sérstakar ástæður þess sem gera það að verkum að þú mótmælir áþessum grundvelli. Það getur þú gert, teljir þú söfnun og úrvinnslu persónulegra gagna þinna hafa áhrif á grundvallarréttindi þín, hagsmuni og/eða fersli. Þú hefur einnig rétt til þess að andmæla því að persónuupplýsingar þínar séu notaðar í beinni markaðsetningu okkar til þín. Í sumum tilfellum gætum við sýnt fram á það að við höfum sannfærandi lögmætar ástæður til þess að vinna úr gögnum þínum á þennan hátt, sem þá ganga framar réttindum þínum.
  • óska eftir takmörkun á vinnslu persónuupplýsinga þinna. Þetta gerir þér kleift að biðja okkur um að fresta vinnslu persónuupplýsinga þinna í eftirfarandi tilfellum:
    • óskir þú eftir því að við uppfærum gögnin þín á nákvæman hátt.
    • í þeim tilfellum þar sem noktun okkar á gögnunum reynist ólögleg en þú óskar ekki eftir eyðingu þeirra. 
    • Í þeim tilfellum þar sem þú óskar eftir varðveislu gagna þinna, jafnvel þó við þurfum ekki lengur á þeim að halda en þú gætir þurft þess til þess að staðfesta, nýta eða verja þinn lagalega rétt. 
    • Í þeim tilfellum þar sem þú hefur nú þegar mótmælt notkun okkar á gögnum þínum en við þurfum að sannreyna innan ákveðinna tímamarka hvort við höfum lögmætar ástæður til þess að halda notkun þeirra áfram.

Óska eftir flutningi á persónuupplýsingum þínum til þín eða þriðja aðila. Við munum þá veita þér, eða þriðja aðila sem þú hefur valið, persónulegar upplýsingar þínar á skipulögðu, almennu, auðlesanlegu sniði. Athugaðu að þessi réttur á aðeins við um sjálfvirkar upplýsingar sem þú gafst upphaflega samþykki fyrir eða þar sem við notuðum upplýsingarnar til að gera samning við þig.

Dragðu til baka samþykki hvenær sem er, þar sem við treystum á samþykki til að vinna með persónuupplýsingar þínar. Hins vegar mun þetta ekki hafa áhrif á lögmæti vinnslu sem framkvæmd er áður en þú afturkallar samþykki þitt. Ef þú afturkallar samþykki þitt getum við ekki veitt þér ákveðnar vörur eða þjónustu. Við munum láta þig vita ef þetta er raunin á þeim tíma sem þú afturkallar samþykki þitt.