Þessi síða hefur takmarkaðan stuðning fyrir vafrann þinn. Við mælum með að skipta yfir í Edge, Chrome, Safari eða Firefox.

📦Frí sending með Dropp yfir 5.000 kr.📦

Þjónustuskilmálar

 

1.Upplýsingar um okkur og hvernig hægt er að hafa samband

1.1. Hver erum við? Við erum Unbroken ehf., íslenskt fyrirtæki sem skráð er á Íslandi. Fyrirtækjanúmer okkar er 49041191790 og erum við með skráða skrifstofu að Fornbúðum 5, 220, í Hafnarfirði. Skráð virðisaukaskattnúmer okkar er 134725.

1.2. Hvernig er hægt að hafa samband við okkur? Þú getur haft samband við okkur með því að senda okkur tölvupóst á hallo@unbrokenrtr.com

 

2. Samkomulag á milli okkar og neytenda

2.1. Hvernig munum við uppfylla skilyrði samnings á milli þín og okkar? Þegar þú pantar vörur hjá okkur færðu sendan sérstakan staðfestingarpóst frá okkur. Þegar þú hefur samþykkt skilmálana í tölvupóstinum verður til samningur okkar á milli. Það er á beggja okkar ábyrgð að framfylgja þessum samnings og á okkar ábyrgð að uppýsa þig um skilyrðin fyrirfram. 

2.2. Hvað gerist ef við getum ekki uppfyllt skilyrði pöntunnar þinnar? Ef við getum ekki af einhverjum ástæðum uppfyllt pöntunina þína, munum við hafa samband við þig eins fljótt og auðið er. Við munum ekki rukka fyrir þær pantanir sem ekki er hægt að uppfylla. Ástæður þess að við getum ekki uppfyllt skilyrði pöntunarinnar geta m.a. verið lagerstaða, ófyrirsjáanlegar tafir frá birgjum okkar eða vegna breytilegs verðlags eða lýsingu á vöru.

2.3. Hvað er pöntunarnúmerið þitt? Þú færð úthlutað sérstöku pöntunarnúmeri þegar þú pantar. Pöntunarnúmerið færðu sent í tölvupósti og hjálpar bæði þér og okkur að bera kennsl á pöntunina, skildu koma upp einhver vandamál við úrvinnslu hennar. Athugið að pöntunarnúmer er ekki það sama og sendingarnúmer/rakningarnúmer.

 

3. Vörurnar okkar

3.1. Vörurnar geta verið örlítið frábrugðnar ljósmyndum og auglýsingum. Mikilvægt er að hafa í huga að vörurnar okkar geta verið örlítið frábrugðnar ljósmyndum sem notaðar eru í auglýsinga- og markaðsskyni. Ljósmyndirnar af vörunni sem birtast á vefsíðunni eru aðeins til lýsinga á vörunni. Varan sem þú færð í hendurnar gæti því verið lítillega frábrugðin þessum ljósmyndum í útliti. Innihald vörunnar breytist ekki fyrirvaralaust.

3.2. Vöruumbúðirnar geta verið mismunandi. Mikilvægt er að hafa í huga að umbúðir vörunnar sem þú færð í hendurnar geta verið lítillega frábrugðnar þeim umbúðum sem sýndar eru á ljósmyndum í auglýsinga- og markaðsskyni á vefsíðu okkar.

 

4. Skilaréttur þinn og réttur til breytinga á pöntun.  Vinsamlegast hafðu samband við okkur eins fljótt og auðið er, óskir þú eftir því að breyta pöntun þinni eftir að greiðsla hefur gengið í gegn. Við munum láta þig vita sem fyrst hvort slíkar breytingar eru mögulegar. Séu breytingarnar sem þú óskar eftir mögulegar, munum við gera þér skýrmerkilega grein fyrir öllum breytingum á vöruverði, afhendingartíma eða öðrum mögulegum breytingum á pöntun þinni. Við biðjum þig vinsamlegast um að staðfesta þau breytingarskilyrði og staðfesta það að þú viljir halda áfram með pöntunina í tölvupóstsamskiptum. Sé okkur ógerlegt að verða við umbeðnum breytingum eða séu skilyrði breytingarinnar að einhverju leyti óásættanlegar fyrir þig, hefur þú rétt til þess að rifta samningum við okkur. (Sjá ákvæði 6 - Réttur þinn til þess að rifta samningi)

 

5. Afhending vörunnar

5.1. Sendingarkostnaður. Sendingarkostnaður reiknast í lok greiðsluferlis. Sendingarkostnaður er sú upphæð sem birtist á vefsíðu okkar.

5.2. Hvenær verður varan þín afhent? Áætlaður afhendingartími birtist í pöntunarferlinu og munum við afgreiða pöntun þína eins fljótt og auðið er. 

5.3. Við berum ekki ábyrgð á töfum sem við höfum enga stjórn á. Skuli framboð á vörum okkar seinka vegna ófyrirsjáanlegra atburða, munum við hafa samband við þig eins fljótt og auðið er og gera ráðstafanir til þess að lágmarka áhrif seinkunarinnar. Þær ráðstafanir sem gerðar eru af okkar hálfu afsala okkur ábyrgð á þeim ófyrirsjáanlegu töfum sem hafa orðið. Ef hætta er á verulegum töfum á afhendingu vörunnar, getur þú haft samband við okkur til þess að rifta samningi og fá endurgreitt fyrir allar þær vörur sem þú hefur greitt fyrir en ekki fengið afentar. 

5.4. Hverjar eru ástæður þess að afhending pöntunnar þinnar hefur stöðvast? Við gætum þurft að stöðva afhendingu vörunnar til þín vegna:

5.4.1.  tæknilegra vandamála eða minniháttar tæknilegra breytinga.

5.4.2. uppfærslu eða breytinga á vörunni til þess að koma til móts við viðeigandi lög og reglugerðarkröfur.

5.4.3. til þess að gera breytingar á vörunni/pöntuninni sem þú hefur óskað eftir.

5.5. Hver eru réttindi þín ef við stöðvum afhendingu á vörunni? Við munum hafa samband við þig fyrirfram, sé stöðvun eða tafir á pöntun þinni, nema um ófyrirsjáanleg vandamál eða neyðartilvik sé að ræða. Komi til þess að við þurfum að stöðva afhendingu munum við leiðrétta verð pöntunnar þinnar þannig þú greiðir ekki fyrir vörur í biðstöðu. Þú getur haft samband við okkur til þess að rifta samningi um vöru ef við afhengding stöðvast, eða ef við höfum látið þig vita af fyrirhugaðri frestun og hún er þér óásættanleg. Í slíkum tilfellum munum við endurgreiða allar þær upphæðir sem þú hefur þegar greitt fyrir vörur sem þú hefur ekki fengið afhentar.

5.6. Sendingarskilmálar okkar. Fyrir frekari upplýsingar um sendingarskilmála okkar má smella á þennan tengil hér: Sendingarskilmálar Unbroken

 

6. Réttur þinn til þess að rifta samningi.

6.1. Þú getur alltaf rift samningi. Á hvaða tímapunkti sem er, hefur þú heimild til þess að rifta samningum við okkur og segja upp áskrift þinni.

Réttindi þín eftir að samningum hefur verið rift fara eftir því hvaða vörur þú keyptir, hvort eitthvað sé athugavert við vöruna, pantanir eða greiðsluferli, hvernig við erum að standa okkur í því að uppfylla samningsskyldur okkar og einnig hvenær þú ákveður að rifta samningum.

6.1.1. Ef varan sem þú hefur keypt er gölluð eða upplýsingar í vörulýsingu eru á einhvern hátt rangar, gætir þú átt lagalegan rétt að binda enda á samninginn. Þú gætir einnig átt rétt á því að fá vöruna afhenda eða peningana þína endurgreidda, að hluta til eða öllu leyti, sjá ákvæði 7. 

6.1.2. Óskir þú eftir því að rifta samningi vegna þess að við höfum ekki uppfyllt skyldur okkar eða vegna gjörða okkar eða samskipta, vísum við í ákveði 6.2.

6.1.3. Óskir þú eftir að rifta samningi vegna þess að þú hefur skipt um skoðun varðandi vöruna, vísum við í ákvæði ?.

6.3. Óskir þú eftir að rifta samningi innan fyrirfam tilgreinds uppsagnarfrests, gætir þú átt rétt á endurgreiðslu. Athugið að endurgreiðslan gæti þó verið háð frádrætti og gætir þú þurft að greiða kostnað við skil á vöru.

6.1.4. Í öðrum tilfellum (sé orsökin ekki okkar megin og sé uppsagnarfrestur liðinn) vísum við í ákvæði 6.6.

6.2. Óskir þú eftir að rifta samningum vegna gjörða okkar eða orða, einhvers sem við höfum gert eða segjumst ælta að gera, á eftirfarandi ákvæði við. Sértu að rifta samningi vegna þeirra ástæðna sem útlistaðar eru í ákvæðum 6.2.1 til 6.2.4. hér að neðan, munum við verða við þeirri beiðni samstundis og endurgreiða þér fyrir allar þær vörur sem þú hefur þegar greitt fyrir en ekki fengið afhentar. Þú gætir einnig átt rétt á bótum. Ástæðurnar eru eftirfarandi:

6.2.1. ef við höfum gert þér grein fyrir mistökum varðandi verð á vöru eða lýsingu á vöru sem þú hefur pantað og þú vilt ekki halda áfram með pöntunina;

6.2.2. við höfum greint þér frá ákveðinni seinkun varðandi afhendingu vörunnar, vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna;

6.2.3. við höfum stöðvað framleiðslu vörunnar af tæknilegum ástæðum, eða höfum tilkynnt þér að við ætlum að hætta framleiðslu vegna tæknilegra ástæðna, í einhverju tilfelli í meira en tvær vikur; eða;

6.2.4. þú hefur lagalegan rétt til þess að rifta samningi við okkur vegna þess að við höfum gerst brotleg á skilyrðum samnings okkar eða gert eitthvað rangt.

6.3. Þú hefur þinn rétt til þess að skipta um skoðun. Innan ESB og við flest vörukaup á netinu hefur þú lagalegan rétt til þess að skipta um skoðun og draga pöntun þína til baka innan 14 daga og fá endurgreitt. Þessi réttindi eru útlistuð nánar í þessum skilmálum.

6.4. Hvenær hef þú ekki rétt til þess að skipta um skoðun? Þú hefur ekki rétt til þess að skipta um skoðun varðandi vörukaup þegar:

6.4.1. innsigli á vörum, sem sett eru á þær í heilsuverndar- og hreinlætisskyni, hafa verið rofin eftir að varan hefur verið afhent þér.

6.4.2. vörur sem þú hefur nú þegar fengið afhentar hafa blandast eða komist í snertingu við aðrar vörur eftir afhendingu.

6.5. Hversu langan tíma hefur þú til þess að skipta um skoðun? Þú hefur 14 daga til þess að skipta um skoðun og byrja dagarnir að telja strax og þú hefur fengið vöruna afhenta.

6.6. Mögulegt er að óska eftir að rifta samningi þar sem orsökin er ekki greinilega okkar og réttur þinn til þess að skipta um skoðun er liðinn. Jafnvel þó orsökin sé ekki okkar og réttur þinn til þess að skipta um skoðun sé liðinn (sjá ákvæði 6.1.) hefur þú enn rétt á að rifta samningum en athugaðu að þú gætir verið okkur bótaskylt. Samningur um vörusölu telst lokaður/samþykktur þegar hefur verið greitt fyrir vöruna og hún hefur verið afhent. Óskir þú eftir að slíta samningi áður en hann hefur verið samþykktur, þar sem orsökin er ekki okkar og þú hefur ekki skipt um skoðun, ert þú vinsamlegast beðið um að hafa samband við okkur og láta vita. Samningnum mun þá ljúka þegar í stað og munum við endurgreiða þér allar upphæðir sem þú hefur þá þegar greitt fyrir vörur sem þú hefur ekki fengið afhentar. Athugið að það ákveðnar upphæðir gætur verið dregnar frá þeirri endurgreiðslu (eða, ef þú hefur ekki greitt fyrirfram, gætum við rukkað þig um ákveðna upphæð) sem sanngjarnar bætur fyrir nettó kostnaðinn sem við munum óhjákvæmilegar verða fyrir, sem afleiðingu af því að þú riftir samningum.

 

7. Hvernig binda á endi á samninga við okkur (þar á meðal ef þú hefur skipt um skoðun).

7.1. Greindu okkur frá því að þú óskir eftir að binda endi á samninginn. Vinsamlegast láttu okkur vita með því að senda okkur tölvupóst, óskir þú eftir því að rifta samningi við okkur. Vinsamlegast gefðu upp nafn, heimilisfang, upplýsingar um pöntunina og, ef það á við, símanúmer og netfang.

7.2. Skil á vörum eftir lok samnings. Sé samningi slitið af einhverjum ástæðum eftir að vörur hafa verið senda til þín eða þú hefur nú þegar fengið þær afhentar, er gerð krafa til þín að vörunum sé skilað til aftur okkar. Það er á þína ábyrgð að endursenda vörurnar. Vinsamlegast sendu okkur tölvupóst til þess að fá sendan sérstakan skilamiða sem verður að fylgja með þegar vörum er skilað. Ef þú ert að nýta rétt þinn til þess að skipta um skoðun verður þú að senda vörurnar frá þér innan 14 daga frá því að þú greindir fyrst frá því að þú vildir rifta samningnum.

7.3. Hvenær greiðum við fyrir skilakostnað? Við tökum ábyrgð á því að greiða skilakostnað þegar: 

7.3.1. ef vörurnar eru gallaðar eða hefur verið ranglega lýst; eða 

7.3.2. ef þú ert að rifta samningnum vegna einhvers sem við höfum sagt þér varðandi væntanlegar breytingar á vörunni eða breytingar á þessum skilmálum, ef greint hefur verið frá villu í verðlagi eða vörulýsingu, seinkunnar á afhendingu vegna ófyrirsjáanlegra afleiðinga eða þegar þú hefur lagalegan rétt til þess að rifta samningum vegna einhvers sem við höfum gert rangt. 

Undir öllum öðrum kringumstæðum (þar á meðal þegar þú hefur ákveðið að nýta rétt þinn til þess að skipta um skoðun) er það á þína ábyrgð að standa kostnað við skil. 

7.4. Hvernig munum við standa skil á endurgreiðslum til þín? Við ábyrgjumst það að þú færð endurgreitt verðið sem þú greiddir fyrir vörurnar, að meðtöltum sendingarkostnaði, með þeim hætti sem þú nýttir þér við greiðslu. Athugið að frádráttur gæti verið gerður á upphæðinni sem þú færð endurgreidda, af þeim ástæðum sem eru útlistaðar hér að neðan:

7.5. Hvernig er frádrætti háttað, ef þú ert að nýta rétt þinn til þess að skipta um skoðun? Ef þú ert að nýta rétt þinn til þess að skipta um skoðun þá eiga eftirfarandi ákvæði við:

7.5.1. Við gætum lækkað upphæð endurgreiðslu þinnar (að undanskildum sendingarkostnaði) hafi orðið einhverjar breytingar á verði vörunnnar, ef vörurnar hafa skaddast á einhvern hátt vegna ógætilegrar meðhöndlunnar þinnar á þeim, á þann hátt sem ekki telst eðlilegt í sölu- og afhendingarferlinu. Ef endurgreiðsla til þín hefur nátt sér stað áður en við getum skoðað vöruna og við komumst að því síðar að varan er gölluð vegna óviðunandi meðhöndlunnar þinnar, verður þú að endurgreiða okkur viðeigandi upphæð vegna þess. 

7.5.2. Hámarksendurgreiðsla á sendingarkostnaði er sú upphæð sem reiknast við afhendingu með ódýrustu afhendingarleið sem boðið er upp á. Sem dæmi, ef boðið er upp á afhendingu vöru innan 3-5 virkra daga á fyrirfram ákveðnu verði en þú ákveður að fá vörurnar afhentar innan 24 klukkustunda með hærri kostnaði, þá áskilum við okkur réttinn til þess að endurgreiða þér aðeins þann kostnað sem þú hefðir greitt fyrir ódýrasta afhendingarmöguleikann.

7.6. Hvenær fer endurgreiðsla þín fram? Við afgreiðum allar endurgreiðslur eins fljótt og auðið er. Sértu að nýta rétt þinn til þess að skipta um skoðun, og ef við höfum ekki boðist til að sækja vörurnar sjálf, mun endurgreiðsla þín fara fram innan 14 daga frá þeim degi sem við fáum vörurnar afhentar til baka frá þér eða, ef fyrr, daginn sem þú hefur gefið okkur sem sönnun fyrir því að þú hafir nú þegar sent vörurnar aftur til okkar. Fyrir frekar upplýsingar um það hvernig skila á vörum til okkar, sjá ákvæði 9.2.

 

8. Réttur okkar til þess að rifta samningi af fyrra bragði.

8.1. Við áskilum okkur rétt til þess að rifta samningi við neytanda, gerist viðkomandi brotlegur á ákvæðum samningsins. Við áskilum okkur réttinn til þess að rifta samningi um vöruafhendingu hvenær sem er skrifleiðis ef:

8.1.1. þú hefur ekki staðið skil á greiðslum til okkar á gjalddaga;

8.1.2. þú gefur okkur ekki, innan hæfilegra tímamarka eftir að við óskum eftir því, nægilega góðar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til þess að útvega þér vörurnar;

8.1.3. þú gefur okkur ekki, innan hæfilegs tímaramma, tækifæri á að afhenda þér vörurnar eða þú sækir þær ekki til okkar innan hæfilegs tímaramma;

8.2. Þér ber skylda á að greiða okkur bætur ef þú gerist brotlegt á samningum. Sé samningnum slitið að okkar frumkvæði af þeim ástæðum sem listaðar eru í ákvæði 8.1., munum við endurgreiða þér alla þá upphæð sem þú hefur þegar greitt fyrir vörur sem þú hefur ekki fengið afhentar. Athugaðu að við gætum dregið frá eða rukkað þig sanngjarnar bætur fyrir nettókostnaðinn sem við munum verða fyrir, gerist þú brotlegt um ákvæði samnings okkar.

 

9. Ef einhver vandamál eru með vöruna.

9.1. Hvernig átt þú að greina okkur frá vandamálum varðandi pöntun þína? Ef þú hefur einhverjar spurningar eða kvartanir um vöruna, vinsamlegast hafðu samband við okkur með tölvupósti á info@unbrokenrtr.com.

9.2. Skyldur þínar að standa skil á vörum sem þú hefur hafnað. Ef þú óskar eftir því að nýta þinn lagalega rétt til þess að hafna vörunni, er það á þína ábyrgð að senda vöruna aftur til okkar. Í slíkum tilfellum greiðum við sendingarkostnað. Vinsamlegast sendu okkur tölvupóst til þess að fá sendan sérstakan skilamiða sem þarf að fylgja með vörunum sem skilað er. 

 

10. Verð og greiðslur

10.1. Hvar finnur þú verðskrá? Verð vörunnar (ásamt virðisaukaskatti) er það verð sem birtist á pöntunarsíðu okkar þegar þú pantar. Við gerum okkar besta til þess að tryggja að verð vörunnar haldist óbreytt. 

10.2. Hvenær og hvernig þarft þú að greiða fyrir vöruna? Við tökum aðeins við greiðslum með kredit- eða debetkortum. Listi yfir þau kredit- og debetkort sem við tökum við er sýnilegur á pöntunarsíðu okkar þegar þú pantar. Til þess að geta fengið vörurnar afhentar, verður þú að greiða fyrir þær þegar vörurnar eru pantaðar og úrvinnsla pöntunnar getur ekki hafist fyrr en greiðsluferli er lokið.

 

11. Okkar ábyrgð á hverskonar tapi eða tjóni sem þú kannt að verða fyrir.

11.1. Við berum ábyrgð gagnvart þér á fyrirsjáalegu tapi og tjóni af völdum okkar. Ef við verðum ekki við þessum skilmálum sem hér hafa verið listaðir, gerumst við ábyrg á hverskonar tapi eða tjóni sem þú kannt að verða fyrir af fyrirsjáanlegum brotum okkar á þessum samningi eða vegna þess að við höfum ekki viðhaft eðlilega aðgát eða kunnáttu. Við afsölum okkur ábyrgð á öllu tapi eða tjóni sem ekki er fyrirsjáanlegt. Tjón telst fyrirsjáanlegt ef það er annað hvort augljóst að tjónið muni eiga sér stað eða ef við og þú höfum þá vitneskju á þeim tíma sem samningurinn var gerður, að tjón eða tap gæti orðið, t.d. hafir þú gert okkur grein fyrir því í samningsferlinu sjálfu.

11.2. Við gerumst ekki ábyrg fyrir viðskiptatjóni. Við útvegum aðeins vörur til heimilis- og einkanota. Ef þú notar vörurnar í viðskiptalegum tilgangi, viðskiptum við þriðja aðila eða endursölu, afsölum við okkur allri ábyrgð gagnvart þér vegna taps á hagnaði, tapi á viðskiptum eða truflunum á viðskiptum eða tapi á viðskiptatækifærum.

 

12. Hvernig verða persónuupplýsingar þínar notaðar? Við munum aðeins nýta persónuupplýsingar þínar eins og fram kemur í persónuverndarstefnu okkar. Persónuverndarstefnu okkar má lesa hér: Persónuverndarstefna Unbroken

 

13. Önnur mikilvæg ákvæði / Aðrir skilmálar

13.1. Við áskilum okkur réttinn til þess að framselja þennan samning áfram til þriðja aðila. Við gætum framselt réttindum okkar og skyldum samkvæmt þessum skilmálum til annars fyrirtækis.

13.2. Ef dómstóll telur hluta þessa samnings ólöglegan munu aðrir hlutar enn halda gildi sínu. Hver af málsgreinum þessa skilmála virkar ein og útaf fyrir sig. Ef ákveðnir dómstólar eða hlutaðeigandi yfirvald sjá ástæðu til þess að dæma einhverra þessara ákvæða ólögmæt, halda þau ákvæði sem eftir standa sínu fulla gildi.

13.3. Jafnvel þótt tafir verði við að framfylgja þessum samningi, áskilum við okkur réttinn til þess að framfylgja samningnum síðar. Ef við krefjumst þess ekki strax að þú gerir eitthvað sem þú ert skyldaður til að gera samkvæmt þessum skilmálum sem hér hafa verið listaðar, eða við grípum til annarra aðgerða vegna þín eða vegna brots á þessum samningi, þýðir það ekki að þú þurfir ekki að uppfylla þau skilyrði og það kemur ekki í veg fyrir að við grípum til annarra aðgerða síðar.

13.4. Þau lög sem gilda um þennan samning lúta að íslensku stjórnarskránni. Þú getur höfðað mál vegna vörunnar samkvæmt íslenskum lögum fyrir íslenskum dómstólum.