SÉRSTAÐA UNBROKEN. HRÖÐ UPPTAKA, TÍMASETNING NÆRINGAR.
Hin einstaka virkni Unbroken® RTR’s kemur úr aðal innihaldsefnum þess, vatnsrofnum laxapróteinum. Sú staðreynd að búið sé að brjóta próteinin niður í einstakar einingar með vatnsrofi skilar hraðri upptöku og skjótri virkni innihaldsefna Unbroken® RTR , (og það er mikið af virkum innihaldsefnum)!
Ásamt amínósýrum sem fríum og bundnar sem stutt peptíð þá inniheldur Unbroken® RTR ýmis mikilvæg vítamín, steinefni og sölt, sem öll hafa mikilvægum hlutverkum að gegna í heilbrigði líkamans.
Með því að blanda saman vatnsrofi og þeim virku efnum sem því fylgja í formi frírra amínósýra og stuttra peptíða þá fer lítill tími í að melta og Unbroken® RTR fer því mjög hratt inn blóðrásina þar sem það nýtist til uppbyggingar. Þess vegna er með sanni hægt að kalla Unbroken® RTR „Endurheimt á svipstundu“ Real Time Recovery (RTR).
Með þessu getur þú hafið endurheimtarferlið meðan þú ert enn að reyna á mörk þín og taka vel á því í þinni íþrótt.
RÁÐLÖGÐ INNTAKA
LÍKAMLEG HREYFING | FJÖLDI TAFLNA Á DAG |
---|---|
ALMENN VELLÍÐAN OG HEILSA |
1 tafla á dag, best á morgnana.
|
HREYFING / ÆFING | 1 tafla fyrir og 1 tafla á meðan eða eftir æfingu. |
STANDA VIÐ VINNU ALLAN DAGINN |
1 tafla á morgnana, 1 síðdegis.
|
MARGAR ÆFINGAR KEPPNIR, ENDURHÆFING |
Margar æfingar keppnir, endurhæfing: allt að 4 töflum á dag. Til dæmis, 1 að morgni, 1 fyrir og 2 eftir æfingu, 1 fyrir svefn.
|
1 til 4 töflur daglega. Hver tafla leysist upp í glasi af vatni.
**Hámarksskammtur eru 4 töflur á dag. Fyrir hærri skammta en það ættir þú að hafa samband við lækni.
INNIHALD
NÆRINGARGILDI Í 100 G | INNIHALD: VATNSROFIÐ LAXAPRÓTEIN | ||||
---|---|---|---|---|---|
100G | 1 TAFLA | 2 TÖFLUR. | 4 TÖFLUR | ||
ORKA | KKAL | 258 | 17 | 34 | 68 |
KJ | 1082 | 70 | 140 | 280 | |
FITA | G | 0.46 | 0.03 | 0.06 | 0.12 |
KOLVETNI | G | 4.1 | 0.3 | 0.6 | 1.2 |
AMÍNÓSÝRUR | G | 75 | 1.13 | 2.26 | 4.5 |
INNIHALD Í EINNI FREYÐITÖFLU
Amínósýrur: Alanín, Arginín, Aspartiksýra & Asparagín, Cystín & cystein sem cysteicsýra), Glútamiksýra & Glútamín, Glýsín, Histidín, Hýdróxyprólín, Ísóleusín, Leusín, Lýsín, Methionín, Ornithín, Phenylalanín, Prólín, Serín, Þreonín, Þýroxín, Trýptófan, Tyrósín, Tárín, Valín.
Steinefni (%RDS hver tafla): Kalk (0.022), klór (1.0), magnesíum (0.1), fosfór (2.5), kalíum (20.2), selen (14.1), natríum (0.8), járn (1.2), sink (35.8), joð (2.0), kopar (9.1).
Vitamin (%RDS hver tafla): B1- vítamín (0.4), B2- vítamín (0.3), B3- vítamín (0.5), B6-vítamín (0.7), fólínsýra (1.0), B12-vítamín (60.0), C-vítamín (0.9).
Önnur innihaldsefni: Sítrónusýra, kalíumvetniskarbónat, maltódextrin, náttúrulegt sítrónubragð, náttúrulegt greipaldinsbragð, stevíól glýkósíð.
Ofnæmisviðvörun: Inniheldur Lax (fiskur)
*Þessar fullyrðingar hafa ekki verið staðfestar af Matvælastofnun Íslands (MAST). Þessari vöru er ekki ætlað að lækna, greina eða koma í veg fyrir sjúkdóma af nokkru tagi.
SAGAN
Sagan á bakvið hina einstöku virkni Unbroken® RTR á rætur sínar að rekja til þess þegar vísindamenn voru að reyna að leysa ýmis næringarvandamál sem geimfarar þurfa að eiga við í geimferðum. Í þessum rannsóknum varð Unbroken® RTR til sem góð lausn varðandi upptöku á næringu þegar líkaminn er undir álagi.
Þegar varan hafði sannað gildi sitt innan heilbrigðisgeirans, þá fóru framleiðendur vörunnar að velta fyrir sér hvort íþróttafólk gæti ekki líka hagnast á neyslu vörunnar, enda álagið á líkama þeirra oft gríðarlegt, sérstaklega hjá afreksíþróttafólki.
Síðustu þrjú ár hefur fjöldinn allur af íþróttafólki prófað Unbroken® RTR og niðurstaða þeirra er: Unbroken® RTR hjálpar þeim tvímælalaust að komast alltaf skrefinu lengra í sinni þjálfun og ná hámarks árangri.