Þessi síða hefur takmarkaðan stuðning fyrir vafrann þinn. Við mælum með að skipta yfir í Edge, Chrome, Safari eða Firefox.

📢 FRÍ SENDING MEÐ DROPP ÞEGAR VERSLAÐ ER FYRIR 5.000 KR. EÐA MEIRA 📢

AF HVERJU UPPTÖKUHRAÐI SKIPTIR MÁLI: KOSTIR LÍFSNAUÐSYNLEGRA AMÍNÓSÝRA (9EAA) Í FRJÁLSU FORMI TIL ENDURHEIMTAR

AF HVERJU UPPTÖKUHRAÐI SKIPTIR MÁLI: KOSTIR LÍFSNAUÐSYNLEGRA AMÍNÓSÝRA (9EAA) Í FRJÁLSU FORMI TIL ENDURHEIMTAR

Höfundur: Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur MSc., Unbroken

Næring í tengslum við endurheimt eftir æfingar er oft rædd út frá magni próteina og innihaldsefna. Hins vegar er einn mikilvægur þáttur sem hefur mikil áhrif á endurheimtina eftir líkamlegt álag: hraðinn sem líkaminn getur tekið upp hinar níu lífsnauðsynlegu amínósýrurnar (9EAA) sem knýja viðgerðarferlið að stórum hluta. Þegar lífsnauðsynlegu amínósýrurnar berast hratt út í blóðrásina getur endurheimt hafist fyrr, gengið hraðar fyrir sig og orðið skilvirkari.

Nýleg rannsókn frá Íþróttavísindadeild Háskólans í Ósló (Norwegian School of Sports Sciences) varpa nýju ljósi á hversu hratt mismunandi próteingjafar eru teknar upp og hvernig tímasetningin hefur áhrif á uppbyggingu vöðva.
Niðurstöðurnar sýna marktækan mun á því hversu hratt amínósýrur úr Unbroken berast í blóðrásina samanborið við mysu- og sojaprótein — mun sem hefur bein áhrif á hversu fljótt líkaminn getur hafið viðgerð á vöðvaþráðum.

"ENDURHEIMTARGLUGGINN" - KOSTURINN VIÐ AÐGENGI AÐ LÍFSNAUÐSYNLEGUM AMÍNÓSÝRUM (9EAA) Í FRJÁLSU FORMI HVENÆR SEM ER

Tíminn strax eftir æfingu er mjög mikilvægur – oft kallaður gullna stundin – er  afar mikilvægur því þá er líkaminn sérstaklega móttækilegur til viðgerða á vöðvaþráðum. Þetta ferli virkar best þegar lífsnauðsynlegu amínósýrurnar eru þegar tiltækar í blóðrásinni, sem gerir upptökuhraða að lykilþætti í því hversu fljótt endurheimt getur hafist.

Mysuprótein er vel þekktur og öflugur amínósýrugjafi sem styður við vöðvauppbyggingu og endurheimt . Eins og öll heil prótein þarf það þó fyrst að fara í gegnum meltingu og magatæmingu áður en amínósýrurnar losna út í blóðrásina. Þetta getur haft áhrif á tímasetningu þeirra, sérstaklega snemma í endurheimtinni.

Unbroken er hins vegar hannað á allt annan hátt. Það inniheldur frjálsar lífsnauðsynlegar amínósýrur (allar 9 EAAs) og stutt dí- og trípeptíð með mjög lága meðalmólþyngd, aðeins 374 Dalton. Þar sem þessi næringarefni Unbroken krefjast lágmarks meltingar, eru amínósýrurnar aðgengilegri fyrr. Þetta leiðir til mun hraðari hækkunar á amínósýrum í blóðrás og gerir líkamanum kleift að nýta sem best hina mikilvægu „gullnu stund“ strax eftir æfingar til fulls.

Hröð upptaka gerir líkamanum einnig kleift að styðja við endurheimt hvenær sem er. Unbroken má nota fyrir eða jafnvel á meðan á æfingu stendur til að sjá vöðvum fyrir lífsnauðsynlegum amínósýrum áður en þörfin skapast, sem getur dregið úr snemmbæru vöðvaniðurbroti.

Þessi samsetning hraðrar upptöku og lágmarksmeltingarþarfar gerir frjálsar, lífsnauðsynlegar amínósýrur einstaklega hentugar til að styðja við endurheimt á öllum æfingatímanum.

AF HVERJU UPPTAKA VEGUR ÞYNGRA EN MAGN Í NÆRINGU FYRIR VÖÐVAENDURHEIMT

Margir gera ráð fyrir að meira prótein jafngildi betri endurheimt. Rannsóknir sýna hins vegar að hraði upptökunnar — ekki magn eitt og sér — er það sem raunverulega skiptir máli. Endurheimt er áhrifaríkust þegar lífsnauðsynlegar amínósýrur berast hratt út í blóðrásina, ekki aðeins þegar mikils magns af próteini er neytt.

Rannsóknir sýna að frjálsar lífsnauðsynlegar amínósýrur í Unbroken eru teknar upp  marktækt hraðar en heil prótein. Hver skammtur veitir mjög lífvirkar lífsnauðsynlegar amínósýrur með afar mikilli upptökunýtni og skilar beinni næringu til vöðva með lágmarksálagi á  meltingu.

Í stað þess að bíða eftir að líkaminn brjóti niður 20 grömm eða meira af próteini veitir Unbroken tilbúnaðar lífsnauðsynlegar amínósýrur samstundis. Bættu einfaldlega 1–2 töflum út í vatnsbrúsann fyrir áhrifaríka og fljótvirka næringu á ferðinni.
Að uppfylla líka daglega próteinþörf og tileinka sér reglulegar matarvenjur stuðlar að almennri vellíðan, en samhliða mjög lífvirkri formúlu Unbroken skapast kjöraðstæður fyrir endurheimt og uppbyggingu.

ENGINN KOSTNAÐUR VIÐ MELTINGU: NÁTTÚRULEG LEIÐ AÐ HRAÐARI UPPTÖKU

Unbroken er framleitt með náttúrulegu nensímvatnsrofi sem líkir eftir eigin meltingu líkamans og brýtur laxapróteinið niður í frjálsar amínósýrur og stutt peptíð áður en þú neytir þess. Þar sem próteinið er þegar í einfaldasta og upptökuhæfasta forminu, fara frjálsu amínósýrurnar og litlu peptíðin fram hjá hægari skrefum magatæmingar. Líkaminn flytur það því hratt út í blóðrásina með lágmarks meltingarálagi, sem stuðlar að skjótri upptöku næringarefna og hraðari endurheimt.

NÁTTÚRULEG BRAGÐEFNI FYRIR DAGLEGA NOTKUN

Unbroken fæst með fjórum náttúrulegum brögðum — epla-, sítrónu-límónu-, mangó- og appelsínubragði. Hver blanda er bragðbætt með stevíu og náttúrulegum ávaxtabragðefnum, án gervisætu, litarefna eða rotvarnarefna. Útkoman er hreint og ferskt bragð sem fellur auðveldlega að hvaða æfingarútínu sem er.

AÐ LOKUM

Upptökuhraði er einn mikilvægasti — og oft vanmetnasti — þátturinn í árangursríkri endurheimt. Því fyrr sem fríar lífsnauðsynlegar amínósýrur (9EAA) berast í blóðrásina, því fyrr getur líkaminn hafið viðgerð á vöðvaþráðum og virkjað efnaskiptaferla sem byggja vöðvavef upp að nýju.

Rannsóknir á Unbroken sýna að það er hratt upptekið og veitir lífvirkar lífsnauðsynlegar amínósýrur sem henta fullkomlega að „endurheimtarglugga“ líkamans. Þetta stuðlar að hraðari og skilvirkari endurheimt samanborið við heil prótein.

Magn próteins skiptir vissulega máli fyrir almenna heilsu, en þegar kemur að endurheimt skiptir tímasetning og lífvirkni jafnvel enn meira máli. Með öllum lífsnauðsynlegu amínósýrunum (9EAA) í frjálsu formi sem krefjast nánast engrar meltingar, skilar Unbroken amínósýrum nákvæmlega þegar líkaminn getur nýtt þær hvað best — dregur úr harðsperrum daginn eftir og styður við uppbyggjandi æfingaáætlun.

Hraðari upptaka, betri endurheimt— líkaminn mun þakka þér á morgun.

HEIMILDIR:

Heimildir: 

Rannsókn á frásogi hjá norsku íþróttafræðideildinni í Ósló, Noregi, undir stjórn Truls Raastad prófessors (Upprunalegt innihaldsefni Unbroken: Amizate)

Alþjóðafélagið um íþróttanæringu (ISSN). „Effects of Essential Amino Acids on Exercise and Performance (Áhrif nauðsynlegra amínósýra á hreyfingu og frammistöðu.)“

 

← Eldri póstar