SIGURGEIR SVANBERGSSON
Ég heiti Sigurgeir Svanbergsson er 34 ára gamall og starfar sem fyrirliði vaktar í Alcoa Fjarðaáli. Ég er einnig í neyðarteymi Fjarðaáls og hlutastarfandi slökkviliðsmaður.
Ég prófaði Unbroken fyrst fyrir nokkrum árum en ég var að vinna mikið og vinur minn hafði gefið mér einn stauk til að prófa. Ég var á næturvakt og var óvenju þreyttur og slappur og ákvað því að prófa að taka eina töflu.
Ég hef aldrei verið mikill aðdáandi fæðubótarefna og hafði því litla trú á þessu en það leið ekki langur tími þar til ég var orðinn léttari á mér og mun hressari. Eftir þetta hef ég aldrei tekið næturvakt án þess að fá mér í minnsta lagi eitt glas af unbroken.
Á þessum tíma var ég að æfa fyrir eyjasundið (synda frá Heimaey til landeyjasands). Æfingar voru mjög stífar og þar sem ég starfa á öllum tímum sólarhrings ásamt því að vera hlutastarfandi slökkviliðsmaður, þá gátu dagarnir verið ansi krefjandi.
Ég fann fljótt að virknin í Unbroken var eitthvað sem ég hafði aldrei upplifað áður. Likamsgeta undir álagi var allt önnur, þreytan minnkaði til muna og endurheimtin var komin á allt annað level.
Ég hef bara tekið eitt langsund án þess að fá mér unbroken og það var áður en ég vissi af vörunni. Í því sundi kastaði ég mikið upp og var í allavega viku að klára að jafna mig. Sundið eftir það var lengra, erfiðara og kaldara en þá hafði ég unbroken með mér. Ég var í 2 daga að jafna mig og mér leið vel allt sundið. Þetta er það eina sem ég hef einhverja lyst á þegar langt er liðið á sundin og endurheimtin margfaldast.