FREYDÍS HEBA KONRÁÐSDÓTTIR
HJÓLREIÐA- OG SKÍÐAGÖNGUKONA Á AKUREYRI
- „Síðustu ár hef ég æft mikið og viljað meira og meira en síðastliðinn vetur var eins og fæturnir mínir væru bara ekki að ná að losa um þreytu, ég var síþreytt í fótunum og stundum voru margar vikur í senn sem mér var bókstaflega illt í lærunum. Núna í sumar hef ég notað Unbroken á hverjum degi og á þeim tíma æft og keppt á fullu en get aðeins merkt tvo daga sem ég hef fundið fyrir þessari djúpu þreytu. Ég hefði ekki endilega fyrirfram trúað þessu en lærin ljúga ekki og VÁ hvað það er næs.”