Þessi síða hefur takmarkaðan stuðning fyrir vafrann þinn. Við mælum með að skipta yfir í Edge, Chrome, Safari eða Firefox.

📦FRÍ SENDING MEÐ DROPP ÞEGAR VERSLAÐ ER FYRIR 5.000 EÐA MEIRA 📦

DAVID MAGIDA

DAVID MAGIDA

Hvernig byrjaðir þú í þrekíþróttum?


Ég hef verið íþróttamaður alla mína ævi og byrjaði í hlaupum einungis 11 ára gamall. Strax þá sigraði ég 10 km hlaup í skólanum mínum þrátt fyrir að vera í yngsta aldurshópnum að keppa við krakka mörgum árum eldri. Þann dag sannfærði hlaupaþjálfarinn foreldra mína um að leyfa mér að byrja að æfa með háskólaliðinu. Ég byrjaði því að æfa á hverjum degi með 16 og 17 ára krökkum. Ég varð fljótt heltekinn af því að hlaupa, vinna meistaramót í framhaldsskóla og þróaði með mér mikinn hraða og úthald.


Ég var líka frekar góður glímumaður, en glíman hefur hjálpað mér mikið í að þróa samhæfingu, styrk og þol. Íþróttir eins og hlaup og glíma heilluðu mig því þar verður þú að treysta á sjálfan þig og getur ekki kennt neinum öðrum um ef ekki gengur vel. Til að ná árangri verður einfaldlega að leggja á sig vinnu.


Í háskóla byrjaði ég sem hlaupari en endaði svo í fótboltaliðinu. Ég gjörbreytti líkama mínum og bætti á mig 25 kílóum af vöðvum. Það var þá sem styrkur minn til að stunda margar íþróttir fór að þróast og hefur fylgt mér alla tíð síðan, ekki síst í hlaupunum. 


Eftir háskólann kynntist ég Spartan íþróttamótunum og áður en ég vissi af var ég kominn í Spartan Pro lið. Þetta voru krefjandi aðstæður hvað varðar hlaup, styrk og hörku og ég fann að þessi samsetning hentaði mér mjög vel. Íþróttin stækkaði líka hratt svo að ég fór að sjá framtíð í henni fyrir ferilinn. 


Árangurinn sem ég hafði náð í Spartan hlaupunum hjálpaði mér þegar ég opnaði líkamsræktarstöðina mína árið 2014, Elevate. Ég áttaði mig ekki á því hversu mikinn tíma það tekur að reka fyrirtæki og í kjölfarið fór ég að æfa minna og tók þátt í færri keppnum. Ég fór einnig að lýsa Spartan keppnunum í útvarpi og hjálpaði þannig til við vöxt Spartan nafnsins. 


Á þessum tíma var ég ekki á toppnum en var þó aðeins að keppa í t.d. maraþon- og ultramaraþon hlaupum og farinn að setja mér ný markmið á öðrum vettvangi.


Í byrjun árs 2021 fékk ég símtal frá Hunter Mclntyre, heimsmeistara Hyrox, en við höfðum hlaupið saman í mörg ár. Hann sagði  mér frá Hyrox móti í Dallas sem ég síðan í framhaldinu ákvað að taka þátt í. Næstu mánuðir fóru því í að æfa mig eingöngu fyrir það mót og ég var í frábæru hlaupaformi. Í mótinu voru sterkir keppendur eins og Elijah Muhammad (crossfit), Robert Kilian (Spartan heimsmeistari), Alexander Roncevic (þrefaldur Hyrox heimsmeistari) ásamt fleiri góðum íþróttamönnum. Ég endaði í öðru sæti í mótinu, aðeins á eftir Hunter sjálfum.  


Síðan þá hef ég einbeitt mér að Hyrox viðburðum ásamt nokkrum fitness hlaupamótum.

Ég vann Hyrox Orlando og Hyrox Dallas mótin, ég varð í 2. sæti á Hyrox London og náði 5. sæti á Hyrox heimsmeistaramótinu í Leipzig árið 2021. Ég vann Hyrox Dallas hlaupið aðeins 13 dögum eftir að hafa hlaupið New York City maraþonið á tímanum 2:37:41. Þetta eru tvær mismunandi greinar sem krefjast mismunandi hæfni svo ég var mjög ánægður með að geta keppt á báðum stöðum.


Fyrir Hyrox keppnina í London var ég að glíma við álagsbrot í sköflungnum og því náði ég ekki að taka þátt í Elite Championship. Ég ákvað þó að taka þátt í Hyrox heimsmeistaramótinu í Las Vegas þar sem ég vann The Pro Wave. Ég var annar tveggja íþróttamanna sem náðu að brjóta 1 klst múrinn þann daginn og náði að verða sá þriðji frá upphafi til að klára á undir 60 mínútum á bandarískri grund.


Eftir smá frí til að jafna mig byrjaði ég að keppa aftur nýlega, að þessu sinni í Deka Arena sem er röð af þrem mismunandi keppnum, og því íþróttamenn í mismunandi greinum sem eiga möguleika á heimsmeistaratitli.


Deka heimsmeistaramótið 2022 gekk ótrúlega vel hjá mér. Eftir tímatökuna á West Palm Beach mótinu varð ég í 4. sæti heimslistans í DekaFit 5K. Ég varð í 5. sæti í Deka Strong mótinu, 3. sæti í Deka Mile og í 1. sæti í DekaFit tvíliðakeppninni, grein sem ég og liðsfélagi minn Mark Gaudet áttum þá þegar heimsmetið í.


Nýlega sigraði ég líka Hyrox New York City, þar sem ég tók með mér 20 íþróttamenn sem ég þjálfa. Sú keppni veitti mér rétt til að keppa á Hyrox meistaramótinu í Norður-Ameríku þar sem ég sigraði þrjá efstu keppendurna frá Evrópumótinu og sigraði mótið. Þar með tryggði ég mér þátttöku á heimsmeistaramótið sem fer fram í lok maí.


Eftir Hyrox heimsmeistaramótið ætla ég svo að einbeita mér að æfingum fyrir Berlínarmaraþonið sem fer fram í september 2023. Þar verður markmiðið 2 klst. og 30 mínútur (5:42 mín á mílu).


Það sem er svo frábært við þolíþróttir er að það er alltaf hægt að verða betri og betri. Nú er ég orðinn 36 ára en hef samt haldið áfram að toppa mig síðastliðin ár. Með aldrinum verður maður aftur á móti viðkvæmari og þörfin fyrir rétta þjálfun, góðan svefn, næringu og endurheimt verður mikilvægari.


Ég er þakklátur fyrir að Unbroken hefur virkilega gefið mér forskot í þjálfun minni og hraða endurheimt til að jafna mig eftir erfiðar æfingar. Það hefur verið leynivopnið ​​mitt sem hjálpaði mér að klifra upp metorðastigann í ár.


Á hverju ári velti ég fyrir mér hvort þetta ár verði það síðasta og þarf þá að minna sjálfan mig á að ég er ennþá í fullu fjöri og get haldið áfram. Með því að vinna markvisst að skýrum markmiðum, æfa með tilgangi, einbeita sér að litlu hlutunum er hægt að ná ótrúlegum árangri. 


Ég er ekki lengur 25 ára og þarf lengri tíma en áður til að jafna mig eftir erfiðar æfingar. Ég þarf því á öllu að halda sem hjálpar mér við endurheimt. Þegar ég tek Unbroken finn ég mikinn mun, t.d. finn ég ekki eins mikið fyrir eymslum í fótunum, verð ekki eins aumur og örmagna. Vanalega eftir æfingar úti í hitanum átti ég í erfiðleikum með að klára daginn. Núna tek ég tvær töflur af Unbroken eftir æfingu og eftir 30 mínútur er mér farið að líða vel og hausinn er aftur orðinn ferskur. Ég er óhræddari við að taka erfiðar æfingar því ég veit að ég verð ekki eins uppgefinn ef ég tek Unbroken. Mér líður vel á eftir og er tilbúinn þegar kemur að næstu æfingu. Ég skora á fólk að hugsa sig um þegar það segist ekki vilja eyða 2 $ í drykkinn. Hvað ertu tilbúinn til að greiða til að líða vel á morgun? Ertu tilbúinn til að greiða 100$ fyrir nudd? Ég kýs að gera ekki málamiðlanir þegar kemur að líkamanum og Unbroken er svo mikið þess virði að taka.


Hvernig er heilsurútínan þín? Hreyfing, næring, svefn?

Ég æfi á morgnana og stend í þeirri trú að maður þurfi réttu næringuna um leið og maður vaknar. Ég fæ mér því kaffi og græna djúsinn minn, vil ekki vera með of mikið í maganum þegar ég fer að æfa. Svo tek ég alltaf tvær Unbroken töflur þegar ég hef lokið morgunæfingunni.


Morgunverður: Hafragrautur með ávöxtum, jógúrt, hnetusmjöri, hunangi.

Hádegisverður: Stórt salat og mikið af kjúklingi.

Kvöldverður: Prótein, kjöt, sterkja eins og sætar kartöflur eða hrísgrjón. Ég er ekki mjög strangur samt, líkaminn vill það sem hann vill. Ef maður kann að meta hollan mat verður mataræðið í lagi. En maður verður líka að leyfa sér að fá sér t.d. ís öðru hvoru. Maður ætti aldrei að hætta alveg að borða ís.


Ég hef mikla trú á mikilvægi svefns og endurheimtar. Frídagur er ekki endilega hvíldardagur. Það er mikilvægt að hreyfa sig eitthvað á frídegi því annars er maður svo lengi í gang daginn eftir. Það er t.d. hægt að hjóla og róa á litlum styrk. Ég mæli líka með því að vinna að hreyfanleika, sérstaklega mjöðmunum en þetta eru lykilatriði sem fólk vanrækir oft. Þetta snýst nefnilega allt um litlu hlutina.


Þegar ég var með nýfædda dóttur mína átti ég í vandræðum með svefninn þar sem við þurftum að gefa henni að borða á klukkutíma fresti. Það var einmitt þá sem ég lenti í meiðslum. Ég þarf einfaldlega 7 - 8 klst. svefn.  Svefninn skiptir öllu máli þegar við viljum vakna hress og hefja æfingadaginn. Þegar ég á erfiða daga þá tek ég alltaf tvær Unbroken töflur áður en ég fer að sofa. 


Þegar ég tek Unbroken fyrir svefninn þá lækkar hvíldarpúlsinn umtalsvert en það er mjög mikilvægt að geta slakað á miðtaugakerfinu.


Hvenær heyrðir þú um Unbroken?


Ég sá færslu um það hvernig Roman notar Unbroken. Samkvæmt honum voru kostir þess að taka Unbroken nákvæmlega það sem ég var að leita að svo áhugi minn fyrir vörunni vaknaði. Mér fannst einnig áhugavert að þekkja vísindalega nálgun vörunnar og vita af hverju Unbroken er svona frábrugðin öðrum vörum. Ég varð í raun alveg heillaður þegar ég sá hvernig varan er unnin. Náttúruleg ensím úr laxinum eru notuð til að brjóta niður próteinið í styttri keðju amínósýra. Úr verða 25 amínósýrur, 60% á frjálsu formi og 40% dí og þrípeptíð. Þar með eyðir líkaminn litlum sem engum tíma/orku í meltingu og endurheimtin hefst strax eftir inntöku. Það er nefnilega ekki raunin með prótein duft en það þarf að melta og fer ekki út í kerfið fyrr en mörgum klukkustundum eftir inntöku. Ég fékk senda nokkra stauka frá Unbroken og þegar ég prófaði fann ég strax mun á orku og endurheimt. Ég gat því lagt meira á mig án þess að finna eins mikið fyrir því daginn eftir. Það fannst mér virkilega spennandi.



Hvenær tekur þú Unbroken?

Ég tek tvær eftir morgunæfinguna og svo aftur ef ég æfi eftir hádegið. Með því að taka Unbroken drekk ég líka lítra af vatni í hvert skipti - sem er auðvitað frábært.


Hvernig finnst þér bragðið?

Mér finnst bragðið gott. Konan mín bíður eftir að mangóbragðið komi út. Hún er meira fyrir mangó heldur en sítrusbragð. Ég myndi ekki kalla það súrt, en ég myndi ekki kalla það sætt.


Hvaða ávinning hefur þú af því að taka Unbroken?

Þú sefur betur. Þú drekkur meira vatn. Þér líður bara betur. Ég er byrjaður að láta íþróttamennina mína vita af vörunni og sumir segja að ég sé með þráhyggju - Ég bara elska Unbroken.

← Eldri póstar Nýjir póstar →